sýningahönnun 2011 / exhibition design 2011
Árið 2011 var nokkuð annasamt. Annars vegar var það lokaspretturinn í verkefnisstjórn fyrir nefnd forsætisráðuneytisins vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta, sem lauk að mestu eftir þjóðhátíðarhelgina 17.-19. júní en vinna við þetta viðamikla verkefni hófst í maí 2009.
Hins vegar voru það nokkur sjálfstæð hönnunarverkefni og sviðsetningar.
Verkefnisstjórn vegna afmælis Jón Sigurðsson forseta:
Fyrstu sex mánuðir ársins snerust að mestu um verkefnisstjórn fyrir afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar sem fólst m.a. í eftirliti með framleiðslu og uppsetningu tíu sýninga og margra annarra viðburða, innanlands og utan. Sýningar voru settar upp í Þjóðmenningarhúsi, Seðlabanka, Landsbókasafni, Þjóðminjasafni, Víkinni sjóminjasafni, Byggðasafni Vestfjarða, á Hrafnseyri, í Menntaskólanum í Reykjavík, Jónshúsi í Kaupmannahöfn og Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Afskipti af þessum tíu sýningum voru mismikil; lítil af sýningunum í Landsbókasafni, Þjóðminjasafni, sjóminjasöfnunum og Landbúnaðarsafni, en talsverð af öðrum, var meðhöfundur sýningarinnar á Hrafnseyri og hönnuður sýninganna í Menntaskólanum og Jónshúsi. (Sjá einnig heimasíðuna www.jonsigurdsson.is)
Sjálfstæð hönnunarverk:
Eyjafjallajökull
Gestastofa á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, opnuð 15. apríl. Sýningarhönnun og skipulag. Unnið fyrir Eyrarbúið.
Saga mikilla afreka
Sýning um sögu Landsbjargar í Samgöngusafninu Skógum, flutt til innan safnsins og endurhönnuð. Opnuð 15. maí. Unnið fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Jarðorka
Enduropnun í Kvikunni í Grindavík 17. maí. Sýningin var áður í Gjánni í Svartsengi. Unnið fyrir Grindavíkurbæ.
Þjórsárstofa
Gestastofa í Árnesi, fyrri áfangi tekinn í notkun 27. maí. Sýningarhönnun. Síðari áfangi í vinnslu. Unnið fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Landsvirkjun.
Kántrýsetrið á Skagaströnd
Ævi og tónlistarferill Hallbjörns Hjartarsonar. Sýningarhönnun. Opnað 11. júní. Unnið fyrir Kántrýbæ.
Líf í þágu þjóðar
Ný sýning á Hrafnseyri við Arnarfjörð um Jón Sigurðsson forseta. Opnuð 17. júní. Meðhöfundur ásamt Basalt arkitektum. Unnið fyrir forsætisráðuneytið.
Alþingi á sal lærða skólans / Jón Sigurðsson og Reykjavík
Tvær sýningar um Jón Sigurðsson forseta í Menntaskólanum í Reykjavík. Sýningarhönnun. Opnaðar 18. júní. Unnið fyrir forsætisráðuneytið og Reykjavíkurborg.
Minningarstofur í Jónshúsi
Sýning um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu Einarsdóttur í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Sýning frá 2004 stækkuð og endurhönnuð. Opnuð 19. júní. Unnið fyrir forsætisráðuneytið og Alþingi.
Skjálftinn 2008
Sýning í Sunnumörk 2 í Hveragerði. Sýningarhönnun. Opnuð 27. september. Unnið fyrir Hveragerðisbæ og Reiti.
Sviðsetningar:
Björgvin Halldórsson 60 ára
Afmælistónleikar í Háskólabíói 16. apríl. Handrit og sviðsetning. Unnið fyrir Senu.
Jólagestir Björgvins
Tónleikar í Laugardalshöll 3. desember. Handrit. Unnið fyrir Senu.
exhibition design 2011
|