Eyrarbúið. Gestastofan Eyjafjallajökull 2011  

Eyrarbúið. Gestastofan Eyjafjallajökull 2011


Líf í þágu þjóðar. Hrafnseyri 2011  

Líf í þágu þjóðar. Hrafnseyri 2011


Sýning í MR um Jón Sigurðsson 2011  

Sýning í MR um Jón Sigurðsson 2011


sýningahönnun 2011 / exhibition design 2011

Árið 2011 var nokkuð annasamt. Annars vegar var það lokaspretturinn í verkefnisstjórn fyrir nefnd forsætisráðuneytisins vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta, sem lauk að mestu eftir þjóðhátíðarhelgina 17.-19. júní en vinna við þetta viðamikla verkefni hófst í maí 2009.

Hins vegar voru það nokkur sjálfstæð hönnunarverkefni og sviðsetningar.

Verkefnisstjórn vegna afmælis Jón Sigurðsson forseta:
Fyrstu sex mánuðir ársins snerust að mestu um verkefnisstjórn fyrir afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar sem fólst m.a. í eftirliti með framleiðslu og uppsetningu tíu sýninga og margra annarra viðburða, innanlands og utan. Sýningar voru settar upp í Þjóðmenningarhúsi, Seðlabanka, Landsbókasafni, Þjóðminjasafni, Víkinni sjóminjasafni, Byggðasafni Vestfjarða, á Hrafnseyri, í Menntaskólanum í Reykjavík, Jónshúsi í Kaupmannahöfn og Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Afskipti af þessum tíu sýningum voru mismikil; lítil af sýningunum í Landsbókasafni, Þjóðminjasafni, sjóminjasöfnunum og Landbúnaðarsafni, en talsverð af öðrum, var meðhöfundur sýningarinnar á Hrafnseyri og hönnuður sýninganna í Menntaskólanum og Jónshúsi. (Sjá einnig heimasíðuna www.jonsigurdsson.is)

Sjálfstæð hönnunarverk:

Eyjafjallajökull
Gestastofa á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, opnuð 15. apríl. Sýningarhönnun og skipulag. Unnið fyrir Eyrarbúið.

Saga mikilla afreka
Sýning um sögu Landsbjargar í Samgöngusafninu Skógum, flutt til innan safnsins og endurhönnuð. Opnuð 15. maí. Unnið fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Jarðorka
Enduropnun í Kvikunni í Grindavík 17. maí. Sýningin var áður í Gjánni í Svartsengi. Unnið fyrir Grindavíkurbæ.

Þjórsárstofa
Gestastofa í Árnesi, fyrri áfangi tekinn í notkun 27. maí. Sýningarhönnun. Síðari áfangi í vinnslu. Unnið fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Landsvirkjun.

Kántrýsetrið á Skagaströnd
Ævi og tónlistarferill Hallbjörns Hjartarsonar. Sýningarhönnun. Opnað 11. júní. Unnið fyrir Kántrýbæ.

Líf í þágu þjóðar
Ný sýning á Hrafnseyri við Arnarfjörð um Jón Sigurðsson forseta. Opnuð 17. júní. Meðhöfundur ásamt Basalt arkitektum. Unnið fyrir forsætisráðuneytið.

Alþingi á sal lærða skólans / Jón Sigurðsson og Reykjavík
Tvær sýningar um Jón Sigurðsson forseta í Menntaskólanum í Reykjavík. Sýningarhönnun. Opnaðar 18. júní. Unnið fyrir forsætisráðuneytið og Reykjavíkurborg.

Minningarstofur í Jónshúsi
Sýning um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu Einarsdóttur í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Sýning frá 2004 stækkuð og endurhönnuð. Opnuð 19. júní. Unnið fyrir forsætisráðuneytið og Alþingi.

Skjálftinn 2008
Sýning í Sunnumörk 2 í Hveragerði. Sýningarhönnun. Opnuð 27. september. Unnið fyrir Hveragerðisbæ og Reiti.

Sviðsetningar:

Björgvin Halldórsson 60 ára
Afmælistónleikar í Háskólabíói 16. apríl. Handrit og sviðsetning. Unnið fyrir Senu.

Jólagestir Björgvins
Tónleikar í Laugardalshöll 3. desember. Handrit. Unnið fyrir Senu.

exhibition design 2011

Eyrarbúið. Gestastofan Eyjafjallajökull 2011  

Eyrarbúið. Gestastofan Eyjafjallajökull 2011


Jónshús, sýning um Jón Sigurðsson 2011  

Jónshús, sýning um Jón Sigurðsson 2011


Kántrýsetrið í Kántrýbæ 2011  

Kántrýsetrið í Kántrýbæ 2011


60 ára afmælistónleikar Björgvins Halldórssonar 2011  

60 ára afmælistónleikar Björgvins Halldórssonar 2011


Þjórsárstofa 2011  

Þjórsárstofa 2011


Líf í þágu þjóðar. Hrafnseyri 2011  

Líf í þágu þjóðar. Hrafnseyri 2011


Jónshús, sýning um Jón Sigurðsson 2011  

Jónshús, sýning um Jón Sigurðsson 2011


Kántrýsetrið í Kántrýbæ 2011  

Kántrýsetrið í Kántrýbæ 2011


Slysavarnafélagið Landsbjörg í Skógasafni 2011  

Slysavarnafélagið Landsbjörg í Skógasafni 2011


Þjórsárstofa 2011  

Þjórsárstofa 2011


Forsíða / Home

2010 - 2012


Björn G. Björnsson - sýningahönnun - Engjaseli 41 - 109 Reykjavík - gsm 892 8441 - netfang: leikmynd@leikmynd.is