líkön og eftirgerðir / models and replicas

Kristnitakan. Þingheimur kemur saman á Völlunum. Efst til vinstri er  
Lögberg

Kristnitakan. Þingheimur kemur saman á Völlunum. Efst til vinstri er Lögberg

Lögrétta. Menn sátu í þremur hringjum og í miðju sóttu menn mál og  
vörðu

Lögrétta. Menn sátu í þremur hringjum og í miðju sóttu menn mál og vörðu

Þingbúðir. Veggir hlaðnir úr torfi og grjóti og tjaldað yfir með  
vaðmálsrenningum sem menn höfðu með sér til þings. Í búðunum var  
eldað, bruggað og seldur varningur, matast og sofið

Þingbúðir. Veggir hlaðnir úr torfi og grjóti og tjaldað yfir með vaðmálsrenningum sem menn höfðu með sér til þings. Í búðunum var eldað, bruggað og seldur varningur, matast og sofið

Miðbæjarbruninn. Af 120 ára afmælissýningu Landsbankans 2006-07.  
Líkanið sýndi Kvosina í Reykjavík og þau 15 hús sem urðu eldi að bráð  
1915, þar á meðal nýreist stórhýsi Landsbankans. Á bak við líkanið  
voru stórar ljósmyndir af húsunum sem brunnu, eldsvoðanum og  
uppbyggingunni eftir brunann

Miðbæjarbruninn. Af 120 ára afmælissýningu Landsbankans 2006-07. Líkanið sýndi Kvosina í Reykjavík og þau 15 hús sem urðu eldi að bráð 1915, þar á meðal nýreist stórhýsi Landsbankans. Á bak við líkanið voru stórar ljósmyndir af húsunum sem brunnu, eldsvoðanum og uppbyggingunni eftir brunann

Miðbæjarbruninn. Í brunahúsunum og rústunum var komið fyrir ljósum,  
litlum díóðum og gervi-eldi (litlar upplýstar silkituskur sem flökta  
fyrir litlum viftum). Þegar ýtt var á hnapp fyrir framan líkanið  
lifnaði þessi eldur, ljóskastarar á bak við líkanið flöktu og öflugt  
hljóðkerfi flutti drunur og brak af miklum eldsvoða. Þessi sýning  
stóð í 15 sekúndur og slokknaði svo

Miðbæjarbruninn. Í brunahúsunum og rústunum var komið fyrir ljósum, litlum díóðum og gervi-eldi (litlar upplýstar silkituskur sem flökta fyrir litlum viftum). Þegar ýtt var á hnapp fyrir framan líkanið lifnaði þessi eldur, ljóskastarar á bak við líkanið flöktu og öflugt hljóðkerfi flutti drunur og brak af miklum eldsvoða. Þessi sýning stóð í 15 sekúndur og slokknaði svo

Miðbæjarbruninn. Á upplýsingaborði fyrir framan líkanið voru hnappar  
sem kveiktu ljós við hvert hús sem brann og þar mátti lesa  
upplýsingar um húsin. Líkanið gerðu Sigurður Halldórsson í Módelsmíði  
og Björn Þór Björnsson hönnuður. Sýningarhönnuður var Björn G.  
Björnsson. Smiðir sýningarinnar voru Sigurður Guðmundsson og Trausti  
Sigurðsson. Líkanið ásamt eldi og effektum, er nú til sýnis í  
Árbæjarsafni í góðu sambýli við slökkvitæki fyrri tíma. Unnið fyrir  
Landsbankann

Miðbæjarbruninn. Á upplýsingaborði fyrir framan líkanið voru hnappar sem kveiktu ljós við hvert hús sem brann og þar mátti lesa upplýsingar um húsin. Líkanið gerðu Sigurður Halldórsson í Módelsmíði og Björn Þór Björnsson hönnuður. Sýningarhönnuður var Björn G. Björnsson. Smiðir sýningarinnar voru Sigurður Guðmundsson og Trausti Sigurðsson. Líkanið ásamt eldi og effektum, er nú til sýnis í Árbæjarsafni í góðu sambýli við slökkvitæki fyrri tíma. Unnið fyrir Landsbankann

Líkan af Eyjafjallajökli, Mýrdalsjökli og umhverfi Kötlu á sýningunni  
Mýrdalur - mannlíf og náttúra frá árinu 2000 í Brydebúð í Vík í  
Mýrdal. Líkanið sýnir svæðið frá Markarfljóti í vestri að Skaftá í  
austri og frá sjó og norður fyrir Mýrdalsjökul

Líkan af Eyjafjallajökli, Mýrdalsjökli og umhverfi Kötlu á sýningunni Mýrdalur - mannlíf og náttúra frá árinu 2000 í Brydebúð í Vík í Mýrdal. Líkanið sýnir svæðið frá Markarfljóti í vestri að Skaftá í austri og frá sjó og norður fyrir Mýrdalsjökul

Hægt er að draga út hluta af líkaninu og þá sést þykkt jökulsins,  
lögun landslagsins undir honum og eldstöðin Katla þar undir. Líkanið  
smíðaði Sigurður Halldórsson hjá Módelsmíði. Unnið fyrir Mýrdalshrepp  
og Menningarfélag í Brydebúð

Hægt er að draga út hluta af líkaninu og þá sést þykkt jökulsins, lögun landslagsins undir honum og eldstöðin Katla þar undir. Líkanið smíðaði Sigurður Halldórsson hjá Módelsmíði. Unnið fyrir Mýrdalshrepp og Menningarfélag í Brydebúð


Norðurhvel Jarðar í Hafíssetrinu á Blönduósi. Líkanið sýnir  
norðurhvelið og íshelluna eins og hún var árið 2006, þegar  
Hafíssetrið var opnað. Inn á líkanið er einnig færð spá um stærð  
íshellunnar eftir tiltekinn árafjölda, miðað við áætlaða hlýnun, og  
jafnframt þær skipaleiðir sem þá opnast yfir pólsvæðið og færa Ísland  
í alfaraleið skipaumferðar. Þór Jakobsson, veðurfræðingur, er  
höfundur sýningartexta og hann lagði fram gögn sem líkanið er byggt  
á, en það er smíðað hjá Sviðsmyndum ehf. Sigurður Halldórsson hjá  
Módelsmíði setti ljósadíóður í líkanið. Unnið fyrir Blönduósbæ

Norðurhvel Jarðar í Hafíssetrinu á Blönduósi. Líkanið sýnir norðurhvelið og íshelluna eins og hún var árið 2006, þegar Hafíssetrið var opnað. Inn á líkanið er einnig færð spá um stærð íshellunnar eftir tiltekinn árafjölda, miðað við áætlaða hlýnun, og jafnframt þær skipaleiðir sem þá opnast yfir pólsvæðið og færa Ísland í alfaraleið skipaumferðar. Þór Jakobsson, veðurfræðingur, er höfundur sýningartexta og hann lagði fram gögn sem líkanið er byggt á, en það er smíðað hjá Sviðsmyndum ehf. Sigurður Halldórsson hjá Módelsmíði setti ljósadíóður í líkanið. Unnið fyrir Blönduósbæ

Líkön af húsum eru nokkuð algeng í söfnum, enda geta þau útskýrt  
byggingar sem ekki eru aðgengilegar. Hér er líkan af Sögualdarbænum  
sem reistur var í Þjórsárdal 1974. Hörður Ágústsson hannaði  
Sögualdarbæinn og byggði hönnunina á rústinni á Stöng. Bær Gauks á  
Stöng fór í eyði í miklu Heklugosi 1104 en var grafinn úr ösku 1939.  
Byggðasafn Árnessýslu á Eyrarbakka á líkanið á Njálusýninguna á  
Hvolsvelli

Líkön af húsum eru nokkuð algeng í söfnum, enda geta þau útskýrt byggingar sem ekki eru aðgengilegar. Hér er líkan af Sögualdarbænum sem reistur var í Þjórsárdal 1974. Hörður Ágústsson hannaði Sögualdarbæinn og byggði hönnunina á rústinni á Stöng. Bær Gauks á Stöng fór í eyði í miklu Heklugosi 1104 en var grafinn úr ösku 1939. Byggðasafn Árnessýslu á Eyrarbakka á líkanið á Njálusýninguna á Hvolsvelli


Togarinn Jón forseti. Líkanið sýnir fyrsta togarann sem var smíðaður  
fyrir Íslendinga árið 1907 og botnvörpuna sem hann dregur á eftir  
sér, en togararnir voru kallaðir botnvörpungar. Líkanið smíðaði Agnar  
Jónsson fyrir Víkina - Sjóminjasafnið í Reykjavík

Togarinn Jón forseti. Líkanið sýnir fyrsta togarann sem var smíðaður fyrir Íslendinga árið 1907 og botnvörpuna sem hann dregur á eftir sér, en togararnir voru kallaðir botnvörpungar. Líkanið smíðaði Agnar Jónsson fyrir Víkina - Sjóminjasafnið í Reykjavík

Algengustu líkön í söfnum eru af bátum og skipum. Hér er víkingaskip  
á sýningunni Á Njáluslóð. Líkanið er 1 m á lengd. Það sýnir knörr og  
í bakgrunni er kort sem sýnir ferðir norrænna manna og landafundi á  
söguöld. Módelsmiður ókunnur. Unnið fyrir Sögusetrið á Hvolsvelli

Algengustu líkön í söfnum eru af bátum og skipum. Hér er víkingaskip á sýningunni Á Njáluslóð. Líkanið er 1 m á lengd. Það sýnir knörr og í bakgrunni er kort sem sýnir ferðir norrænna manna og landafundi á söguöld. Módelsmiður ókunnur. Unnið fyrir Sögusetrið á Hvolsvelli


Eftirgerð af „Ufsa-Kristi“, líkneski sem skorið er í íslenskt birki um 1200. Heitir eftir Ufsakirkju í Svarfaðardal. Victor Cilia bjó til eftirgerðina. Kristni í þúsund ár 2000

Eftirgerð af „Ufsa-Kristi“, líkneski sem skorið er í íslenskt birki um 1200. Heitir eftir Ufsakirkju í Svarfaðardal. Victor Cilia bjó til eftirgerðina. Kristni í þúsund ár 2000

Prentstofa Guðbrands biskups á Hólum. Sænskur maður prentar Guðbrandsbiblíu sem kom út 1584. Prentverkið og stofuna smíðuðu Sigurður Guðmundsson og Trausti Sigurðsson. Kristni í þúsund ár 2000

Prentstofa Guðbrands biskups á Hólum. Sænskur maður prentar Guðbrandsbiblíu sem kom út 1584. Prentverkið og stofuna smíðuðu Sigurður Guðmundsson og Trausti Sigurðsson. Kristni í þúsund ár 2000


Kristnitakan á Þingvöllum árið 1000 af sýningunni Kristni í þúsund ár  
í Þjóðmenningarhúsinu. Líkan af þinghelginni, 3 x 6 m, sýnir  
Almannagjá, Vellina, Lögberg og Öxará. Við líkanið voru tengd tölva,  
hljóðkerfi og ljós og fyrir framan það voru 5 spjöld með textum og  
hnappur á hverju spjaldi. Textarnir fjölluðu um Kristnitökuna, Búðir,  
Lögberg, Lögsögumann og Lögréttu. Þegar ýtt var á hnapp beindust ljós  
að tilteknum stað á líkaninu og raddir þjóðkunnra leikara heyrðust í  
hljóðkerfi þar sem sagt var frá viðkomandi atriði eða leikin samtöl.  
Líkanið gerði Victor Cilia myndlistarmaður, hönnuður var Björn G  
Björnsson og smiðir Sigurður Guðmundsson og Trausti Sigurðsson.  
Þórhallur Sigurðsson gerði leikhandrit og leikstýrði. 200 litlir menn  
í sögualdarklæðum (tindátar) voru búnir til af sérfræðingi á Isle of  
Man, en þar er m.a. forn þingstaður sem heitir Tynwald. Líkanið er nú  
varðveitt í Sögusetrinu á Hvolsvelli, en í engri Íslendingasögu er  
fjallað jafn mikið um málaferli á Þingvöllum en í Njáls sögu. Unnið  
fyrir Kristnihátíðarnefnd

Kristnitakan á Þingvöllum árið 1000 af sýningunni Kristni í þúsund ár í Þjóðmenningarhúsinu. Líkan af þinghelginni, 3 x 6 m, sýnir Almannagjá, Vellina, Lögberg og Öxará. Við líkanið voru tengd tölva, hljóðkerfi og ljós og fyrir framan það voru 5 spjöld með textum og hnappur á hverju spjaldi. Textarnir fjölluðu um Kristnitökuna, Búðir, Lögberg, Lögsögumann og Lögréttu. Þegar ýtt var á hnapp beindust ljós að tilteknum stað á líkaninu og raddir þjóðkunnra leikara heyrðust í hljóðkerfi þar sem sagt var frá viðkomandi atriði eða leikin samtöl. Líkanið gerði Victor Cilia myndlistarmaður, hönnuður var Björn G Björnsson og smiðir Sigurður Guðmundsson og Trausti Sigurðsson. Þórhallur Sigurðsson gerði leikhandrit og leikstýrði. 200 litlir menn í sögualdarklæðum (tindátar) voru búnir til af sérfræðingi á Isle of Man, en þar er m.a. forn þingstaður sem heitir Tynwald. Líkanið er nú varðveitt í Sögusetrinu á Hvolsvelli, en í engri Íslendingasögu er fjallað jafn mikið um málaferli á Þingvöllum en í Njáls sögu. Unnið fyrir Kristnihátíðarnefnd

Býsna nákvæm eftirgerð af prentverkinu (pressunni). Fyrirmyndin er prentverk Gutenbergs í Deutsches Museum í Munchen

Býsna nákvæm eftirgerð af prentverkinu (pressunni). Fyrirmyndin er prentverk Gutenbergs í Deutsches Museum í Munchen


Björn G. Björnsson - sýningahönnun - Engjaseli 41 - 109 Reykjavík - gsm 892 8441 - netfang: leikmynd@leikmynd.is