verkefni - projects

BÓK UM RÖGNVALD Á. ÓLAFSSON

Hinn 30. ágúst s.l. undirritaði ég útgáfusamning við Hið íslenska bókmenntafélag um útgáfu bókar minnar um Rögnvald Á. Ólafsson og verk hans. Bókin er 240 bls. og kemur út í byrjun október.

Saga Rögnvaldar hefur verið mér hugleikin mörg undanfarin ár og í raun allt síðan ég gerði stuttan sjónvarpsþátt um hann 1994. Bókin er prýdd fjölda mynda sem ég hef tekið af húsum hans víða um land auk mynda frá öðrum og fjölda teikninga.

Lífsverk Rögnvaldar er ótrúlegt, hann starfaði aðeins í um 12 ár, var alla ævi sjúkur af berklum, en er höfundur og ábyrgðarmaður nær 150 húsa ef allt er takið, bæði sem arkitekt og ráðunautur stjórnarinnar um opinberar byggingar.

Hann teiknaði 30 kirkjur, 30 hús í Reykjavík, um 70 barnaskólahús og sitt hvað fleira. Saga hans hefur ekki verið sögð á bók áður og hann er á vissan hátt huldumaður íslenskrar listasögu.

Rögnvaldur var fæddur 1874 og bókin er tekin saman þegar 140 ár voru liðin frá fæðingu hans, en á næsta ári verða liðin 100 ár frá láti hans 1917. Og í ár má segja að 110 ár séu frá því hann settist í stól húsameistara ríkisins, þótt það hafi heitað annað árið 1906.

Nú, þegar kennsla í arkitektúr er komin inn í landið, er þeim sem nema, kenna og stunda húsateikningar nauðsyn að vita hvað gert hefur verið best á þessu sviði hérlendis.

SÝNINGAGERÐ

Bókin mín um sýningagerð kom út í september 2013. Þetta er leiðbeiningarit um hönnun og uppsetningu sýninga með raunverulegum dæmum og 300 ljósmyndum.

Ég hef teiknað leikmyndir og búninga fyrir sjónvarp, leikhús og kvikmyndir, auk sviðsetninga af ýmsu tagi síðan 1966 en frá 1993 einkum fengist við hönnun og uppsetningu sýninga í setrum og söfnum um land allt, rúmlega 100 talsins á 20 árum. Hér nýti ég fjölbreytta reynslu mína til leiðbeiningar þeim sem hyggjast setja upp sýningar. Í bókinni eru um 300 myndir af raunverulegum verkefnum og það eykur mjög gildi hennar að hún tekur alfarið mið af íslenskum aðstæðum.

Bókaútgáfan Salka gefur bókina út.


Í maí 2013 komu út hjá Sölku bókaútgáfu fjórar ljósmyndabækur eftir Björn G. Björnsson um íslenskan menningararf.

sýningahönnun

Eyjafjallajökull, gestastofa á Þorvaldseyri, apríl 2011

Eyjafjallajökull, gestastofa á Þorvaldseyri, apríl 2011

Hrafnseyri. Jón Sigurðsson 200 ára, júní 2011

Hrafnseyri. Jón Sigurðsson 200 ára, júní 2011

sýningarskápar

sýningargínur

Sýningarskápar á Brúðulistahátíð Leikminjasafns Íslands í Heilsuverndarstöðinni 2007

Sýningarskápar á Brúðulistahátíð Leikminjasafns Íslands í Heilsuverndarstöðinni 2007

Gínur geta gætt sýningar miklu lífi, bæði einfaldar búningagínur og vel útfærðar gínur með andlit og gervi

Gínur geta gætt sýningar miklu lífi, bæði einfaldar búningagínur og vel útfærðar gínur með andlit og gervi

grafísk hönnun

leikmyndir

Grafísk hönnun er snar þáttur í framsetningu upplýsinga

Grafísk hönnun er snar þáttur í framsetningu upplýsinga

Leikmyndir sem umgjörð um safngripi geta skapað tilfinningu fyrir tímabili og stíl

Leikmyndir sem umgjörð um safngripi geta skapað tilfinningu fyrir tímabili og stíl

líkön

stórar myndir

Líkön eru skemmtilegir sýningargripir, þau höfða til barna og geta útskýrt margt betur en orð og myndir

Líkön eru skemmtilegir sýningargripir, þau höfða til barna og geta útskýrt margt betur en orð og myndir

Stórar bakgrunnsmyndir geta sagt mikla sögu

Stórar bakgrunnsmyndir geta sagt mikla sögu

hljóðleiðsögn og margmiðlun

Myndvörpur, skjáir, hljóðsetningar og önnur margmiðlun gefur sýningum meira líf

Myndvörpur, skjáir, hljóðsetningar og önnur margmiðlun gefur sýningum meira líf


Björn G. Björnsson - sýningahönnun - Engjaseli 41 - 109 Reykjavík - gsm 892 8441 - netfang: leikmynd@leikmynd.is