verkefni - projects ![]() BÓK UM RÖGNVALD Á. ÓLAFSSON Hinn 30. ágúst s.l. undirritaði ég útgáfusamning við Hið íslenska bókmenntafélag um útgáfu bókar minnar um Rögnvald Á. Ólafsson og verk hans. Bókin er 240 bls. og kemur út í byrjun október. SÝNINGAGERÐ Bókin mín um sýningagerð kom út í september 2013. Þetta er leiðbeiningarit um hönnun og uppsetningu sýninga með raunverulegum dæmum og 300 ljósmyndum. Ég hef teiknað leikmyndir og búninga fyrir sjónvarp, leikhús og kvikmyndir, auk sviðsetninga af ýmsu tagi síðan 1966 en frá 1993 einkum fengist við hönnun og uppsetningu sýninga í setrum og söfnum um land allt, rúmlega 100 talsins á 20 árum. Hér nýti ég fjölbreytta reynslu mína til leiðbeiningar þeim sem hyggjast setja upp sýningar. Í bókinni eru um 300 myndir af raunverulegum verkefnum og það eykur mjög gildi hennar að hún tekur alfarið mið af íslenskum aðstæðum. Bókaútgáfan Salka gefur bókina út. ![]() Í maí 2013 komu út hjá Sölku bókaútgáfu fjórar ljósmyndabækur eftir Björn G. Björnsson um íslenskan menningararf. |
|
sýningahönnun |
|
![]() Eyjafjallajökull, gestastofa á Þorvaldseyri, apríl 2011 |
![]() Hrafnseyri. Jón Sigurðsson 200 ára, júní 2011 |
sýningarskápar |
sýningargínur |
![]() Sýningarskápar á Brúðulistahátíð Leikminjasafns Íslands í Heilsuverndarstöðinni 2007 |
![]() Gínur geta gætt sýningar miklu lífi, bæði einfaldar búningagínur og vel útfærðar gínur með andlit og gervi |
grafísk hönnun |
leikmyndir |
![]() Grafísk hönnun er snar þáttur í framsetningu upplýsinga |
![]() Leikmyndir sem umgjörð um safngripi geta skapað tilfinningu fyrir tímabili og stíl |
líkön |
stórar myndir |
![]() Líkön eru skemmtilegir sýningargripir, þau höfða til barna og geta útskýrt margt betur en orð og myndir |
![]() Stórar bakgrunnsmyndir geta sagt mikla sögu |
hljóðleiðsögn og margmiðlun |
|
![]() Myndvörpur, skjáir, hljóðsetningar og önnur margmiðlun gefur sýningum meira líf |
|
Björn G. Björnsson - sýningahönnun - Engjaseli 41 - 109 Reykjavík - gsm 892 8441 - netfang: leikmynd@leikmynd.is |