Bjorn G. Bjornsson  

Hönnuðurinn Björn G Björnsson


Skógar Museum Centre: Transport and Communications  

Samgöngur á Íslandi, verkstæði söðlasmiðs, Skógar 2002


Iceland - land of the Vikings

Ljósmyndasýning Páls Stefánssonar í American Museum of Natural History, NY 2000

björn g björnsson

Björn G. Björnsson hóf störf sem leikmyndateiknari strax að loknu stúdentsprófi sumarið 1966, þegar undirbúningur að stofnun ríkissjónvarpsins stóð sem hæst. Þar teiknaði hann hundruð leikmynda og búninga við allar tegundir sjónvarpsefnis næstu 10 árin. Björn dvaldi hjá danska sjónvarpinu í Kaupmannahöfn 1969-1970 við nám og störf og veitti leikmyndadeild sjónvarpsins forstöðu 1970-1976.

Eftir nokkur ár í lausamennsku við sjónvarp, leikhús og kvikmyndir stofnuðu þeir Björn og Egill Eðvarðsson framleiðslufyrirtækið Hugmynd hf árið 1980. Þeir framleiddu sjónvarpsauglýsingar, tónlistarmyndbönd og margt fleira, þar á meðal kvikmyndina Húsið með Saga film árið 1983, sáu um þátttöku Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Bergen 1986 og í Brüssel 1987.

Vorið 1987 gerðist Björn dagskrárgerðarstjóri hjá Stöð 2, sem þá var á fyrsta ári, og gerði sjálfur nær 60 þætti um sögustaði og menningarminjar undir heitinu Áfangar. Björn tók einnig að sér hönnun leikmynda og búninga við leikhús og kvikmyndir, þ. á. m. Punktur, punktur... eftir Þorstein Jónsson 1980, Amadeus 1983 og óperuna Grímudansleik í Þjóðleikhúsinu 1985.

Árið 1992 urðu þáttaskil á starfsferli Björns en þá sneri hann sér nær eingöngu að hönnun safna og sýninga, sótti námskeið í sagnfræði við Háskóla Íslands, og tók að sér tímabundna stjórn Sjóminjasafns Íslands fyrir Þjóðminjasafnið. Helsta verkefnið þar var endurnýjun sýninga safnsins og kynning á því. Síðan þá hefur Björn hannað hátt í eitt hundrað sýningar fyrir söfn og setur víðs vegar um landið. Sjá undir sýningahönnun.


the designer

When preparations for an Icelandic television started in the summer of 1966, Björn G. Björnsson was assigned as it´s first designer. There he designed hundreds of sets of all shapes and sizes for the next 10 years. He studied at the Danish State Television in Copenhagen 1969-1970 and was head of the design department at RUV 1970-1976.

After four years as a free-lance designer in television, films and theatre he formed a production company with his partner, Egill Eðvarðsson in 1980, producing tv-commercials, music videos and documentaries plus the feature film The House, in collaboration with Saga Film, in 1983.

In 1987 Björn became Vice President of Production at Channel 2, the first independent televison station in Iceland, then in it´s first year. There he hosted and produced himself 60 short documentaries about heritage sites and historic buildings under the title Áfangar (Milestones). He also designed sets for films and theatre productions such as Punktur, punktur... a film by Þorsteinn Jónsson in 1980, Amadeus in 1983 and Verdi´s Masked Ball 1985.

In 1992 Björn turned a page and left the world of television and film production, entered history classes at the University of Iceland and took over temporary management of the Maritime Museum of Iceland redesigning it´s exhibitions. Since then Björn has designed and built almost one hundred exhibitions in juuseums and centres around Iceland.


Forsíða / Home

Björn G. Björnsson - sýningahönnun - Engjaseli 41 - 109 Reykjavík - gsm 892 8441 - netfang: leikmynd@leikmynd.is